Íslenski boltinn

Þrír Arnórar skoruðu sam­tals sex mörk fyrir Fylki | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Borg Guðjohnsen skoraði úr aukaspyrnu í leik gærdagsins,
Arnór Borg Guðjohnsen skoraði úr aukaspyrnu í leik gærdagsins, Mynd/Stöð 2 Sport

Fylkir vann 8-0 stórsigur á 4. deildarliði ÍH í gær og nafnarnir Arnór Borg Guðjohnsen, Arnór Gauti Ragnarsson og Arnór Gauti Jónsson fóru mikinn í liði Fylkis.

Fylkismenn náðu ekki að opna ÍH mikið til að byrja með en mark úr aukaspyrnu frá Arnóri Borg Guðjohnsen á 26. mínútu opnaði allar flóðgáttir.

Það endaði með því að Arnór Borg og Arnór Gautarnir tveir skoruðu sex af átta mörkum Fylkis í leiknum í gær. Guðjohnsen gerði þrjú, Ragnarsson tvö og Jónsson eitt.

Fylkir eru þar af leiðandi komnir í 16-liða úrslitin en dregið verður í 16-liða úrslitin annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sex marka syrpu Arnórs sinnum þrír má sjá í spilaranum hér að neðan sem og hin mörkin tvö.

Klippa: Arnór, Arnór og Arnór skoruðu sex af átta


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.