Enski boltinn

Willian og Pedro framlengja út tímabilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willian og Pedro munu leika með Chelsea út leiktíðina.
Willian og Pedro munu leika með Chelsea út leiktíðina. Boris Streubel/Getty Images

Vængmenn Chelsea liðsins ákváðu á endanum að skrifa undir skammtíma framlengingu á samningum sínum.

Þeir Willian og Pedro Rodriguez hafa ákveðið að taka slaginn með Chelsea út tímabilið og skrifuðu báðir undir skammtíma framlengingu á samningi sínum í dag. 

Breytir þetta engu varðandi framtíðarplön þeirra en Pedro er á leið til ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma en Willian gæti fært sig um set á Englandi. 

Þeir munu samt gera það sem í valdi þeirra stendur til að koma Chelsea í Meistaradeild Evrópu að ári. Chelsea er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig þegar átta umferðir eru eftir, fimm stigum meira en lið Manchester United og Wolverhanpton Wanderers sem eru í sætunum fyrir neðan.

Hinn 32 ára gamli Pedro hefur verið hjá Chelsea í fjögur ár en þar áður var hann í herbúðum Barcelona á Spáni. Hann mun eins og áður kom fram leika með Roma á næstu leiktíð og hafði sagt að hann myndi ekki spila fleiri leiki fyrir Chelsea af ótta við að meiðast. Svo virðist sem Spánverjinn hafi skipt um skoðun.

Hinn 31 árs gamli Willian hefur leikið með liðinu frá 2013 og er José Mourinho mikill aðdáandi leikmannsins. Hvort hann endi hjá Tottenham Hotspur verður að koma í ljós.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×