Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 17:00 Ederson hefur verið hálfgerður áhorfandi í síðustu leikjum Manchester City liðsins enda hefur ekkert verið að gera hjá honum. Getty/Matt McNulty Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta. Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira
Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta.
Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira