Íslenski boltinn

ÍBV og Víkingur Ó. byrja sumarið vel - Martin og Zamorano á skotskónum í fyrstu leikjunum

Sindri Sverrisson skrifar
Gary Martin kom ÍBV á bragðið í dag.
Gary Martin kom ÍBV á bragðið í dag. vísir/skjáskot

ÍBV og Víkingur Ó. hófu leiktíð sína í Lengjudeild karla í fótbolta á að ná í þrjú stig. Eyjamenn unnu Magna á heimavelli, 2-0, og Víkingar unnu nýliða Vestra með sömu tölum.

Gary Martin byrjar tímabilið af krafti en eftir að hafa skorað þrennu í bikarsigri á Grindavík skoraði hann fyrsta mark ÍBV í dag eftir aðeins korters leik. Hinn 18 ára gamli Guðjón Ernir Hrafnkelsson, sem kom til ÍBV frá Hetti á Egilsstöðum í vetur, bætti við öðru marki skömmu síðar og þar við sat. Magnamenn léku manni færri frá 33. mínútu eftir að Gauti Gautason fékk að líta rauða spjaldið.

Gonzalo Zamorano skoraði tíu mörk fyrir Víkinga þegar hann lék með liðinu sumarið 2018, og hann skoraði fyrra mark liðsins gegn Vestra í dag eftir að hafa snúið aftur frá Akranesi í vetur. Zamorano skoraði sömuleiðis tvö mörk í bikarsigri á Þrótti Vogum fyrir viku. Harley Willard, sem fór til Fylkis í vetur en sneri svo óvænt aftur til Ólafsvíkur, skoraði seinna markið gegn Vestra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×