Erlent

Hafa orðið fyrir um­fangs­miklum tölvu­á­rásum síðustu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu.
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu. Getty

Áströlsk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið fyrir umfangsmiklum tölvuárásum síðustu daga og ríkisstjórn landsins segir að árásirnar séu svo vel skipulagðar og flóknar að ónafngreindu ríki sé augljóslega um að kenna.

Scott Morrison, forsætisráðherra landsins, hélt blaðamannafund í nótt þar sem hann fór yfir málið.

Hann neitaði að fara nánar út í hvaða land væri talið sökudólgurinn í málinu en öryggissérfræðingar eru flestir á því að þrjú ríki komi helst til greina, Kína, Rússland og Norður-Kórea.

Forsætisráðherrann sagði að enn sem komið sé hafi tölvuþrjótarnir ekki komist yfir meiriháttar persónugreinanlegar upplýsingar, en hvatti hann einstaklinga og fyrirtæki að efla varnirnar í tölvukerfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×