Íslenski boltinn

Segir KA vilja vera Bayern norðursins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar og Davíð Þór í Stúkunni á mánudag.
Hjörvar og Davíð Þór í Stúkunni á mánudag. vísir/s2s

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé mikilvægt fyrir KA að spila á eins mikið af norðanmönnum og þeir geta, því þeir vilji vera Bayern norðursins. Þetta sagði hann í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið.

Nokkur umræða skapaðist um ummæli Óla Stefáns Flóventssonar, þjálfara KA, eftir 3-1 tap gegn Skagamönnum í fyrstu umferðinni. Óli Stefán sagði þá að allt byrjunarliðið hafi verið af Norðurlandi en Davíð Þór Viðarsson segir að það skipti litlu máli þegar stigin skili sér ekki í hús.

„Frábært að vera með fullt af norðanmönnum en það er enginn tilgangur að vera með fullt af norðanmönnum ef þú færð núll stig. Það skiptir bara engu máli,“ sagði Davíð Þór. Hjörvar var honum ekki sammála og líkti þessu við Bayern Munchen í Þýskalandi.

„Ég er ekki sammála. Ég held að það skipti þá máli. Þeir vilja vera Bayern norðursins: Ef þú getur eitthvað á Norðurlandi öllu þá ferðu í KA. Þetta skiptir þá máli. Þeir vilja vera þetta lið,“ sagði Hjörvar áður en Davíð tók aftur við boltanum.

„Auðvitað áttu að spila á eins mörgum heimamönnum og þú getur en þeir þurfa að vera nógu góðir. Þeir eru það ekki. Að sjálfsögðu eru inn á milli strákar sem eru efnilegir en heilt yfir þá var þetta ekki góð spilamennska hjá þeim. Þeir þurfa heldur betur að bæta sinn leik.“

KA mætir bikarmeisturum Víkings á heimavelli á laugardaginn.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um KA og Norðanmenn


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.