Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 17:14 Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem nú stendur yfir. Þar sagði hann það einnig vera til skoðunnar að setja hömlur á samgöngur innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Trump kynnti óvænt á fimmtudag fyrirætlanir um ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna sem myndi gilda í þrjátíu daga. Umrætt ferðabann tók gildi í nótt og er Ísland meðal þeirra 26 Evrópuríkja sem það nær til. Þá var tilkynnt að bannið myndi ná til allra erlendra ríkisborgara sem hafi verið á Schengen-svæðinu síðustu 14 daga. Það fyrirkomulag hefði undanskilið ferðalanga frá Bretlandi og Írlandi. Nýtilkynnt viðbót Bretlands og Írlands mun taka gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Sjá einnig: Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump lýsti aðgerðunum sem hörðum en nauðsynlegum til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnvöldum í Evrópu og forsvarsmönnum Evrópusambandsins. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta í ljósi þess að bandarískir ferðamenn hafa verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá árinu 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Írland Bretland Tengdar fréttir Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar 12. mars 2020 13:48