Vonar að skilaboð Bandaríkjastjórnar berist ekki víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 13:48 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/vilhelm Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Ferðabann Bandaríkjastjórnar er gríðarlegt reiðarslag fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslífið allt að mati Jóhannesar Þ. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Bandaríski markaðurinn er um 34 prósent af gjaldeyristekjum ferðaþjónustunnar þannig að það er ljóst ef það verður algjört fall á honum þá hefur það gríðarlega erfiðar afleiðingar,“ sagði Jóhannes í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu. Jóhannes segir líka að þau skilaboð, sem Bandaríkjastjórn sé að senda frá sér með banninu, séu einnig „mjög slæm. Við verðum að vona að þau dreifist ekki meira um heiminn. Við verðum samt að horfa fram á veginn og takast á við þessar aðstæður eins og aðrar,“ segir Jóhannes. „Ég hef fulla trú á því að við getum gert það sameiginlega af styrk. Við höfum verið í miklum samskiptum, bæði við stjórnvöld, stofnanir og okkar félagsmenn til þess að meta stöðuna og sjá hvað hægt er að gera. Ég tel að það sé mikið af hlutum sem við getum gert til að bregðast við og nú gildir að gera það nokkuð hratt.“ Þó svo að Jóhannes segist vona að ferðaþjónustufyrirtæki muni ekki þurfa að grípa til fjöldauppsagna segir hann að launakostnaður sé einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækjanna. „Þegar tekjufallið verður svona þá er það eina sem er á borðinu fyrir fyrirtæki er að minnka launakostnaðinn. Þannig að það eru held ég mörg ferðaþjónustufyrirtæki, og væntanlega í öðrum greinum líka, að velta því fyrir sér hvort og hversu mörgum þarf að segja upp.“ Hann segist því telja „mjög mikilvægt að við sjáum svolítið fram úr þessu með stjórnvöldum - þ.e. hvernig við nálgumst það verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32 Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33 Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
„Við munum fylgja þessu máli fast eftir“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Bandaríkjastjórn vegna flugbannsins og óskað eftir símafundi með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. 12. mars 2020 13:32
Icelandair hyggst ekki leggjast á ríkisspenann Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. 12. mars 2020 11:33
Forstjóri Vinnumálastofnunar: „Þetta er algerlega óþekkt ástand“ Unnur Sverrisdóttir vonast til hægt verði að milda höggið á atvinnulífið vegna kórónuveirunnar með sérstökum aðgerðum sem ætlað er að hvetja atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall, í stað þess að grípa til uppsagna. 12. mars 2020 12:05