Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 09:56 Joseph James DeAngelo hefur verið í varðhaldi frá árinu 2018. AP/Rich Pedroncelli Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Bandaríkin Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína. Þetta hefur Los Angeles Times eftir fjölmörgum heimildarmönnum. DeAngelo var handtekinn árið 2018, meira en 40 árum eftir að Golden State-morðinginn lét fyrst til skarar skríða. Var hann ákærður fyrir þrettán morð, jafnmörg mannrán auk nauðgana. Alls var Golden State-morðinginn grunaður um minnst tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot í Kaliforníu. Times segir einnig að DeAngelo muni játa að hafa framið fjölda glæpa sem hann framdi, þar á meðal nauðganir, þar sem fyrningarfrestur er liðinn. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum í Sacramento þann 29. júní og segir í frétt Times að ástæða þess að DeAngelo muni játa sé sú að hann vilji forðast dauðarefsinguna, en hópur saksóknara sem fer með málið hafði gefið það út að þeir myndu krefjast dauðarefsingar yrði DeAngelo sakfelldur. Saksóknarar höfðu áður hafnað því að semja við DeAngelo en í frétt Times segir að kórónuveirufaraldurinn hafi breytt afstöðu þeirra. Þar sem flest vitni og fórnarlömb séu í eldri kantinum telji þeir að það muni reynast erfitt að skipuleggja aðalmeðferð málsins á þann hátt að sóttvarnir séu að fullu tryggðar. Brotin voru framin á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og í fjörutíu ár voru málin óleyst. Árið 2018 var DeAngelo, þá 72 ára gamall, handtekinn grunaður um að bera ábyrgð á minnst fjórum morðanna. Að sögn lögreglu var DeAngelo hissa þegar hann var handtekinn, en DNA-sýni kom rannsakendum á rétta sporið. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Bandaríkin Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira