Fengu lykilupplýsingar með því að laumast í bíl Golden State-morðingjans meðan hann verslaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 18:12 Aðstandendur fórnarlamba Golden State morðingjans hafa verið viðstaddir dómsálið á hendur DeAngelo. Vísir/Getty Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38
Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30