Fengu lykilupplýsingar með því að laumast í bíl Golden State-morðingjans meðan hann verslaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 18:12 Aðstandendur fórnarlamba Golden State morðingjans hafa verið viðstaddir dómsálið á hendur DeAngelo. Vísir/Getty Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38
Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30