Fengu lykilupplýsingar með því að laumast í bíl Golden State-morðingjans meðan hann verslaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 18:12 Aðstandendur fórnarlamba Golden State morðingjans hafa verið viðstaddir dómsálið á hendur DeAngelo. Vísir/Getty Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38
Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30