Íslenski boltinn

Óli Stígs: Ánægður með vinnusemina í strákunum

Ísak Hallmundarson skrifar
Djair Parfitt-Williams með boltann í kvöld.
Djair Parfitt-Williams með boltann í kvöld. vísir/hag

Stjarnan vann Fylki á dramatískan hátt í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokatölur 2-1, en sigurmarkið kom undir lok leiksins í uppbótartíma.

,,Ég var ánægður með vinnusemina í strákunum en við kannski náum ekki að komast alveg út úr pressunni frá þeim allan seinni hálfleikinn en vinnusemin góð og svekkjandi að missa þetta hérna í lokin,‘‘ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik.

,,Við féllum bara langt til baka og þorðum ekki að halda boltanum en þegar við náðum nokkrum spilköflum vorum við hættulegir oft á tíðum, en þetta er bara eitthvað sem við getum unnið með.

Aðspurður hver markmið Fylkis í sumar séu var svarið einfalt:

,,Að vinna sem flesta leiki, fá sem flest stig, með því að skora meira en andstæðingurinn,‘‘ sagði Ólafur Stígsson að lokum.

Næsti leikur Fylkis verður gegn Breiðablik á sunnudaginn, á heimavelli Fylkis í Árbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×