Íslenski boltinn

Sjáðu frá­bært mark Hilmars, rauða spjaldið á Ólaf Inga og dramatíkina í Garða­bæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boltinn liggur í netinu hjá Aroni, markverði Fylkis.
Boltinn liggur í netinu hjá Aroni, markverði Fylkis. vísir/hag

Ísak Andri Sigurgeirsson, sautján ára drengur, tryggði Stjörnunni dramatískan 2-1 sigur á Fylki er liðin mættust í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Það var ekki liðin mínúta er Fylkismenn komust yfir er Valdimar Þór Ingimundarson skoraði. Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir hlé með frábæru marki úr aukaspyrnu.

Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, kom inn á sem varamaður en hann var einungis inn á í fjórtán mínútur er hann fékk beint rautt spjald fyrir groddaralegt brot.

Ísak Andri skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu og hann tryggði Stjörnunni sigurinn og þrjú stig í fyrsta leiknum en öll mörkin sem og rauða spjaldið má sjá hér að neðan.

Klippa: Stjarnan - Fylkir 0-1
Klippa: Stjarnan - Fylkir 1-1
Klippa: Ólafur Ingi fær rautt
Klippa: Stjarnan - Fylkir 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×