Erlent

Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl

Sylvía Hall skrifar
Vísindamaðurinn Debes H. Christiansen er sérfræðingur í dýrasjúkdómum. Hann breytti rannsóknarstofu sinni til þess að aðstoða við sýnatökur vegna kórónuveirunnar.
Vísindamaðurinn Debes H. Christiansen er sérfræðingur í dýrasjúkdómum. Hann breytti rannsóknarstofu sinni til þess að aðstoða við sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Vísir/EPA

54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 187 smit hafa verið staðfest á eyjunum, það síðasta þann 22. apríl.

Síðan síðasta smit greindist hafa 4.732 sýni verið tekin og hafa þau öll reynst neikvæð. Flestir sem greindust með kórónuveiruna voru á þrítugsaldri og gekk vel að halda veirunni frá eldra fólki, en aðeins níu yfir sjötugt greindust með Covid-19.

Corona.fo

Þegar mest var voru 102 virk smit á eyjunum en það var í lok mars. Þá hafa 11.002 sýni verið tekin, eða úr tæplega 21% þjóðarinnar.

Allir hafa náð bata í Færeyjum og liggur enginn á sjúkrahúsi vegna veirunnar sem stendur. Þá er enginn í sóttkví.


Tengdar fréttir

Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara

Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.