Erlent

Nítján fórust þegar tankbíll sprakk í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Verið var að flytja fljótandi jarðgas í bílnum, en slysið varð nærri bænum Liangshan.
Verið var að flytja fljótandi jarðgas í bílnum, en slysið varð nærri bænum Liangshan. AP

Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að tankbíll sprakk í Zhejiang-héraði í Kína í gær.

Sprengingin varð síðdegis í gær að staðartíma á hraðbraut, en orsök sprengingarinnar liggur enn ekki fyrir að því er fram kemur í frétt Reuters. 172 manns slösuðust í sprengingunum.

Fréttastofan Nýja Kína greinir frá því að önnur sprenging hafi orðið þegar tankbíllinn klessti á verkstæði eftir fyrstu sprenginguna.

Verið var að flytja fljótandi jarðgas í bílnum, en slysið varð nærri bænum Liangshan, ekki langt frá borginni Wenling.

Alls voru 2.600 björgunarliðar kallaðir á vettvang og standa aðgerðir enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×