Íslenski boltinn

Afturelding vann stórsigur í Garðabæ | Framlengt í Hafnafirði og Njarðvík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þróttur Reykjavík er komið áfram í Mjólkurbikarnum.
Þróttur Reykjavík er komið áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Ernir

Nú er fimm leikjum af sjö sem hófust klukkan 14:00 í Mjólkurbikar karla lokið. Afturelding, Þróttur Reykjavík, Vængir Júpíters, Reynir Sandgerði og Leiknir Fáskrúðsfirði eru komin í næstu umferð.

Afturelding vann öruggan 5-0 sigur á KFG í Garðabænum en Afturelding leikur í Lengjudeildinni í sumar á meðan KFG er í 3. deild. Þróttur Reykjavík vann 3-1 sigur á Vestra í uppgjöri Lengjudeildarliðanna í Laugardalnum.

Vængir Júpíters, sem leika í 3. deild, unnu óvæntan 2-1 sigur á Víði frá Garði sem er deild ofar á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll í Grafarvogi. Reynir Sandgerði vann öruggan 8-2 sigur á Stokkseyri á útivelli og Leiknir Fáskrúðsfirði vann Einherja 3-1 á heimavelli.

Í Njarðvík þurfti að framlengja en staðan var 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk en 4. deildarlið Árborgar er í heimsókn. Njarðvík er hins vegar í 2. deild.

Einnig þurfti að framlengja í Hafnafirði en Haukar fengu Fram í heimsókn. Staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×