Íslenski boltinn

Grótta mætir í nýjum búningum inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik hjá Gróttu á síðustu leiktíð en liðið mun skarta nýjum búningum er það mætir í Kópavoginn á morgun.
Úr leik hjá Gróttu á síðustu leiktíð en liðið mun skarta nýjum búningum er það mætir í Kópavoginn á morgun. Vísir/Vilhelm

Á morgun fer leikur Breiðabliks og Gróttu fram í Pepsi Max deild karla á Kópavogsvelli. Það verður fyrsti leikur Gróttu í efstu deild karla í fótbolta og í tilefni þess þá mun liðið frumsýna nýja búninga sem voru sérhannaðir af mönnum tengdu félaginu.

Í gærkvöldi birti Grótta glæsilegt myndband þar sem búningurinn var frumsýndir en liðið mun í fyrsta skipti klæðast búningnum á Kópavogsvelli á morgun, sunnudag. Þá mun kvennalið Gróttu taka þátt í Lengjudeildinni en mikill uppgangur er í fótboltanum á Seltjarnarnesi.

Axel Fannar Sveinsson og Bergur Kristjánsson, miklir stuðningsmenn Gróttu, unnu mynbandið en alls tóku fimm leikmenn meistaraflokks karla og kvenna þátt í gerð myndbandsins.

Klukkan 20:15 hefst fyrsti leikur Gróttu í efstu deild karla í fótbolta og er hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. 


Tengdar fréttir

Úr neðstu deild í þá efstu á tveimur árum

Eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð fjaraði áhugi og metnaður Péturs Theodórs Árnasonar fyrir fótboltanum út. En neistinn kviknaði á ný þegar hann byrjaði að æfa aftur með Gróttu um mitt sumar 2018 og hann hefur ekki litið um öxl síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×