4 dagar í Pepsi Max: Unnu fimm ár í röð án þess að vera spáð titlinum einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 12:00 Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson fagna hér fimmta Íslandsmeistaratitli ÍA í röð á forsíðu íþróttkálfs Morgunblaðsins en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu frá 1. október 1996. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira