Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:00 Átta flugfélög hafa greint frá því að flogið verði til Íslands í sumar. Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira