Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:00 Átta flugfélög hafa greint frá því að flogið verði til Íslands í sumar. Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira