Erlent

Allir sem koma til Bret­lands í tveggja vikna sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Heathrow-flugvelli í London.
Frá Heathrow-flugvelli í London. Getty

Nýjar reglur taka gildi á Bretlandseyjum í dag sem gera öllum sem koma til landsins skylt að sæta tveggja vikna sóttkví til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar.

Forstjóri Ryanair lággjaldaflugfélagsins er afar ósáttur við reglurnar og segir þær munu valda ómældu tjóni á ferðamannaiðnaðinum í landinu.

Forstjórinn Michael O'Leary segir í samtali við breska ríkisútvarpið að nú séu að renna upp helstu ferðamannamánuðir ársins og að reglurnar muni leiða til þess að þúsundir muni missa vinnuna.

O'Leary segir að bókanir á flugi til Bretlandseyja séu helmingi minni en á sama tíma í fyrra en að bókanir úr landinu séu hins vegar í góðu lagi. Ljóst sé að Bretar sem ferðist til útlanda ætli sér ekki að virða reglurnar við heimkomuna.

Í reglunum kveður á um að allir þeir sem kom til Bretlands – hvort sem það sé með flugi, lest eða ferju – skuli veita yfirvöldum upplýsingar um hvar þeir ætli sér að vera í sóttkví. Þeir sem fari á svig við lög eigi á hættu að þurfa að borga þúsund punda sekt, um 170 þúsund krónur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.