Íslenski boltinn

Sjáðu mis­heppnað út­hlaup Ingvars sem kostaði mark og hjól­hesta­spyrnu Óskars

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingvar í úthlaupinu furðulega.
Ingvar í úthlaupinu furðulega. vísir/s2s

KR bætti enn einum bikarnum í safnið í kvöld er liðið vann 1-0 sigur á Víkingi í Meistarakeppni KSÍ en leikið var í Vesturbænum í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins kom eftir rúmlega hálftímaleik er Daninn Kennie Chopart. Ingvar Jónsson, sem gekk í raðir Víkinga í vetur, fór í misheppnað úthlaup og KR-ingar nýttu sér það.

Þetta reyndist eina mark leiksins en þetta var þó ekki einu tilþrif leiksins. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson var nærri því að tvöfalda forystuna stundarfjórðungi fyrir leikslok með magnaðri hjólhestaspyrnu en boltinn fram hjá markinu.

Pepsi Max-deild karla hefst svo á laugardaginn kemur er KR-ingar heimsækja Valsmenn. Víkingur spilar við Fjölni í fyrstu umferðinni.

Klippa: 1-0 Kennie Chopart
Klippa: Hjólhestaspyrna Óskars



Fleiri fréttir

Sjá meira


×