Íslenski boltinn

Þróttur marði 4. deildarlið og KFG skoraði sjö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Guðmundsson tók við Þrótti í haust.
Gunnar Guðmundsson tók við Þrótti í haust. mynd/þróttur

Þróttur lenti í töluverðum vandræðum með 4. deildarlið Álafoss í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Lengjudeildarliðið vann einungis 1-0 sigur.

Tveimur heilum deildum munar á liðunum en fyrsta og eina mark leiksins skoraði Magnús Pétur Bjarnason á 51. mínútu. Þróttarar því komnir í 2. umferðina með herkjum.

KFG er einnig komið áfram í 2. umferðina eftir 7-1 umferð á KB en Garðabæjarliðið, KFG, leikur í 2. deildinni en KB í 4. deildinni.

KB komst yfir á 11. mínútu en fjórum mínútum síðar jöfnuðu Garðbæingar. Staðan var 1-1 í hálfleik en KFG skoraði sex mörk á síðasta hálftímanum.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.