Íslenski boltinn

Aftur­elding skoraði tólf, auð­velt hjá Fram og dómarinn meiddist á Ás­völlum | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar. vísir/vilhelm

Það var nóg um að vera í Mjólkurbikarnum í dag og mikið af mörkum litu dagsins ljós. Lítið var um óvænt úrslit í þeim leikjum sem búnir eru.

Annað deildarlið Hauka er komið í 2. umferðina eftir 3-1 sigur á 4. deildarliði Elliða. Staðan var 1-1 þangað til tíu mínútur voru eftir af leiknum en Elliði var einum manni færri frá því á 40. mínútu. Hlé þurfti að gera á leiknum í síðari hálfleik vegna meiðsla dómarans Ívars Orra Kristjánssonar en kalla þurfti út annan dómara.

Afturelding átti í engum vandræðum með Vatnaliljurnar í Fagralundi en Mosfellingar skoruðu tólf og lokatölur urðu 12-0. Jason Daði Svanþórsson skoraði m.a. fjögur af mörkum Aftureldingu og Alexander Aron Davorsson tvö.

Fram heimsótti Álftanes á Bessastaðavöll og Fram lenti í litlum vandræðum. Lokatölur urðu 4-0 en þannig stóðu leikar í hálfleik. Alexander Már Þorláksson og Frederico Saraiva gerðu sitt hvor tvö mörkin en Framarar léku einum manni færri frá 52. mínútu eftir að Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald.

Vestri hafði betur í baráttunni um Ísafjörð er unnu 4-1 sigur á Herði frá Ísafirði en öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan. Þau eru fengin frá úrslit.net.

Öll úrslit dagsins:

KV - Kári 0-3

Vængir Júpiters - KH 3-1

Hvíti Riddarinn - KFS 2-1

Haukar - Elliði 3-1

Vatnaliljur - Aftureldingu 0-10

Mídas - KM 4-1

Skallagrímur - Ýmir 0-2

Þróttur V. - Ægir 2-1

Kría - Hamar 2-3

Hörður - Vestri 1-4

Álftanes - Fram 0-4

Dalvík/Reynir - KF 1-2

Höttur/Huginn - Sindri 2-1 (eftir framlengingu)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×