Mættur til Vopnafjarðar ári eftir að hafa verið orðaður við ensk úrvalsdeildarlið Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. júní 2020 11:00 Nýjustu leikmenn Einherja á Vopnafirði. Twitter/Einherji Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild. Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild.
Íslenski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira