Borgarstjóri Washington nefndi torg til heiðurs Black Lives Matter Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 20:59 Á torginu stendur stórum stöfum að svört líf skipti máli og er það til heiðurs Black Lives Matter hreyfingarinnar. Vísir/Getty Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans. Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Muriel Bowser borgarstjóri Washington D.C. hefur breytt nafni torgs fyrir utan Hvíta húsið í Black Lives Matter torgið. Nafnið er sagt vera mótsvar borgarstjórans við viðbrögðum Donald Trump Bandaríkjaforseta við mótmælunum þar í landi. Þetta kemur fram á vef BBC en Bowser, sem er í Demókrataflokknum, tilkynnti nafn torgsins í dag þar sem stendur stórum stöfum „Black Lives Matter“ eða „svört líf skipta máli“. Slagorðið er málað með gulri málningu á götuna. #BlackLivesMatter pic.twitter.com/OQg6977n5r— Muriel Bowser #StayHomeDC (@MurielBowser) June 5, 2020 Torgið er þannig á milli Hvíta hússins og St. Johns kirkjunnar, en það vakti mikla athygli í vikunni þegar Trump fór í myndatöku við kirkjuna eftir ávarp sitt í Rósagarði Hvíta hússins þar sem hann tjáði sig um atburði síðastliðna daga. Til þess að forsetinn gæti stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir utan kirkjuna með biblíu í hönd voru friðsamlegir mótmælendur beittir táragasi á torginu. Atvikið vakti mikla reiði meðal margra, enda höfðu engar óeirðir verið á svæðinu þar sem mótmælendurnir voru. Bowser sagði alla íbúa Washington vilja geta tekið þátt í friðsælum mótmælum og átt þannig samtal við ríkisstjórnina. Það væri réttur íbúa að krefjast breytinga þegar þeir upplifðu óréttlæti. Starfsmannastjóri Bowser segir ákvörðun hennar hafa komið til eftir ágreining um hver „ætti götuna“ og að hún vildi gera öllum ljóst að hún væri eign íbúa Washington. Með þessu væri hún að heiðra þá mótmælendur sem hefðu verið þar að mótmæla á mánudagskvöld. The section of 16th street in front of the White House is now officially “Black Lives Matter Plaza”. pic.twitter.com/bbJgAYE35b— Mayor Muriel Bowser (@MayorBowser) June 5, 2020 Borgarstjórinn hefur jafnframt biðlað til Trump að draga til baka allt herlið úr borginni og tekur fram að útgöngubanni hafi verið aflétt nú í morgun. Þá hafi verið dæmi um það að hermenn og lögreglumenn væru illa merktir og væru þannig ekki að starfa innan ramma laganna. „Það er mín skoðun að löggæslulið eigi að vera til staðar til þess að tryggja réttindi borgaranna, ekki takmarka þau,“ sagði borgarstjórinn í skilaboðum til forsetans.
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39 Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. 5. júní 2020 13:39
Aflétta útgöngubanni fyrr en áætlað var Borgaryfirvöld í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hafa ákveðið að aflétta skyndilega útgöngubanni sem komið hafði verið á vegna mótmælaöldu sem farið hefur yfir stærstu borgir Bandaríkjanna, og snýr að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki. 4. júní 2020 06:49
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58