Mótmælendur beittir táragasi fyrir myndatöku Trump Sylvía Hall og Samúel Karl Ólason skrifa 2. júní 2020 00:00 Forsetinn fór í myndatöku fyrir utan kirkjuna eftir ávarp sitt í kvöld. Vísir/AP Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020 Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Á meðan ávarp Donald Trump stóð yfir mátti vel heyra að mótmæli stóðu yfir í borginni. Háir hvellir heyrðust áður en forsetinn hóf ávarpið, sem gekk einna helst út á það að hann hygðist gera allt sem í valdi sínu stæði til þess að binda endi á óeirðirnar sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Á meðan Trump hélt ávarpið skutu lögregluþjónar táragasi og hvellsprengjum að friðsömum mótmælendum við St. John's kirkjuna nærri Hvíta húsinu. Mótmælendur voru reknir af torginu sem kirkjan stendur við en hún hefur skemmst í óeirðum síðustu daga. Forsetinn á leið úr Hvíta húsinu yfir að St. John's kirkjunni.Vísir/AP Eftir að ávarpinu lauk sagðist Trump ætla á „afar sérstakan stað“ til þess að votta virðingu sína og átti hann við kirkjuna. Gekk Trump að kirkjunni þar sem hann stillti sér upp til myndatöku, með biblíu í hönd. Svo virðist sem að mótmælendurnir hafi verið reknir af torginu með því eina markmiði að taka myndir af forsetanum þar. Mótmælendur voru ósáttir við framferði lögreglunnar, enda höfðu þeir verið að mótmæla á friðsaman hátt þegar lögreglan beitti táragasinu. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar lögreglan beitir táragasinu á mótmælendur á torginu. Útgöngubann hafði ekki tekið gidi þegar mótmælendurnir voru reknir í burtu með þessum hætti. Háttsemi þeirra var því ekki í andstöðu við fyrirmæli yfirvalda, heldur voru þeir líkt og áður sagði aðeins að mótmæla á friðsamlegan hátt. Þá var um það bil hálftími þar til útgöngubann tók gildi. „Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði einn mótmælandinn í sjónvarpsmyndavél eftir atvikið, sem hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Do you see this?" a protester asks @CNN's camera. "We're doing nothing!" pic.twitter.com/M5HQyaQCwS— Brian Stelter (@brianstelter) June 1, 2020 Trump appears to have tear gassed citizens out of a church square so he could do this pic.twitter.com/Zw6fLfOJp5— Andy Campbell (@AndyBCampbell) June 1, 2020 US President Donald Trump holds a Bible at St. John's Church across the street from the White House after tear gas was fired at protesters in the area pic.twitter.com/xbWpF7u1jt— AFP news agency (@AFP) June 1, 2020 President Trump returns to White House after visit to St John’s Church and WH press corps has some questions for him. @CBSNews #DCProtests pic.twitter.com/9kQHs08kMY— Paula Reid (@PaulaReidCBS) June 1, 2020 Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020
Donald Trump Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Lögregluþjónar reknir fyrir misbeitingu valds við handtöku tveggja háskólanema Tveir lögregluþjónar í Atlanta í Bandaríkjunum voru reknir í gær eftir að myndband af handtöku þeirra og annarra lögregluþjóna birtist á netinu. 1. júní 2020 14:23
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“