Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 11:07 Bómur hafa verið lagðar út í ána Ambarnaya til þess að stöðva olíuna sem lak út í hana frá orkuveri við borgina Norilsk á föstudag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu. Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. Áin Ambarnaya litaðist blóðrauð af olíunni sem hefur mengað um 350 ferkílómetra lands, að sögn rússneskra fjölmiðla. Hún rennur út í vatn þaðan sem önnur á liggur út í Norður-Íshafið. AP-fréttastofan segir að bómur hafi verið lagðar yfir ána til þess að stöðva olíuna. Lekinn kom upp þegar súlur undir olíutanki við orkuverið byrjuðu að sökkva ofan í jörðina. Orkuverið stendur á sífrera sem fer bráðnandi með hlýnandi loftslagi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Orkuverið er í eigu dótturfélags Norilsk Nickel, eins stærsta framleiðanda nikkels og palladíns í heiminum. Pútín fordæmdi stjórnendur fyrirtækisins og viðbrögð þeirra við lekanum á fréttamannafundi í gær. Embættismenn hefðu ekki vitað af lekanum fyrr en tveimur dögum eftir að hann kom upp. „Af hverju komust ríkisstofnanir ekki að þessu fyrr en tveimur dögum síðar? Ætlum við að frétta af neyðarástandi í gegnum samfélagsmiðla?“ sagði Pútín reiður. Vísaði hann þar til þess að Alexander Uss, ríkisstjóri á svæðinu, sagði hafa heyrt fyrst af lekanum á samfélagsmiðlum á sunnudag. Pútín hefur skipað fyrir um rannsókn á lekanum og stjórnandi í orkuverinu hefur verið handtekinn. Forsvarsmenn Norilsk Nickel halda því fram að yfirvöld hafi verið látin vita á „tímabæran og viðeigandi“ hátt. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar líkja umhverfisslysinu við Exxon Valdez-hamfararnir í Alaska árið 1989. Þá láku um 37.000 tonn af olíu út í hafið þegar olíuflutningaskipið strandaði á skeri með gríðarlegu náttúrutjóni. Óttast er að erfitt verði að hreinsa olíuna upp vegna þess hversu mikið magn lak og landslagsins við ánna. Oleg Mitvol, fyrrverandi forstjóri rússnesku umhverfisstofnunarinnar, telur að hreinsunarstarfið gæti tekið fimm til tíu ár. Svo umfangsmikið umhverfisslys hafi aldrei áður átt sér stað á norðurskautinu.
Rússland Umhverfismál Bensín og olía Norðurslóðir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira