Íslenski boltinn

Ellefu leikir í beinni þegar Pepsi Max deildirnar fara af stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valur - KR, Pepsi deild karla. Sumar 2019. Knattspyrna, fótbolti.
Valur - KR, Pepsi deild karla. Sumar 2019. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir

Mótanefnd Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest niðurröðun leikja á Íslandsmótum meistaraflokka karla og kvenna í sumar.

KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni og þar kemur líka fram að á síðustu dögum hafi verið gerðar breytingar á leikjum í flestum af mótum meistaraflokkanna.

Það er samt bara búið að staðfesta leiki í Pepsi Max deildunum tveimur til 1. ágúst eða fram að Verslunarmannahelgi. Það kemur til vegna óvissu með leikdaga í Evrópukeppnum félagsliða.

Pepsi Max deild kvenna hefst með leik Vals og KR á Origo vellinum á Hlíðarenda föstudagskvöldið 12. júní næstkomandi. Þrír leikir verða síðan á laugardeginum og umferðin klárast síðan með leik ÍBV og nýliða Þróttar sunnudaginn 14. júní.

Pepsi Max deild karla hefst með leik Vals og KR á Origo vellinum á Hlíðarenda laugardalskvöldið 13. júní næstkomandi. Fjórir leikir fara síðan fram á sunnudeginum og umferðina klárast með leik Stjörnunnar og Fylkis á mánudagskvöldinu.

Allir leikirnir í fyrstu umferð Pepsi Max deild karla og Pepsi Max deild kvenna verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Frá klukkan sjö föstudagskvöldið 12. júní til rúmlega níu mánudagskvöldið 15. júní verða því ellefu íslenskir fótboltaleikir í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport 12. til 15. júní

  • Föstudagur 12. júní
  • 19.15 Pepsi Max deild kvenna Valur-KR
  • Laugardagur 13. júní
  • 13.00 Pepsi Max deild kvenna Breiðablik-FH
  • 15.00 Pepsi Max deild kvenna Fylkir-Selfoss
  • 17.00 Pepsi Max deild kvenna Þór/KA-Stjarnan
  • 20.00 Pepsi Max deild karla Valur-KR
  • Sunnudagur 14. júní
  • 13.30 Pepsi Max deild karla HK-FH
  • 15.45 Pepsi Max deild karla ÍA-KA
  • 16.00 Pepsi Max deild kvenna ÍBV-Þróttur
  • 18.00 Pepsi Max deild karla Víkingur-Fjölnir
  • 20.15 Pepsi Max deild karla Breiðablik-Grótta
  • Mánudagur 15. júní
  • 19.15 Pepsi Max deild karla Stjarnan-Fylkir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×