Evrópusambandið lýsir áhyggjum af morðinu á George Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 12:07 Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Vísir/EPA Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár. Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir það slegið yfir dauða George Floyd, blökkumanns sem var myrtur í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Hann varar við því að ríki beiti óhóflegu valdi og segir drápið á Floyd misbeitingu valds. Mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum undanfarna daga eftir að Floyd var myrtur í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa mótmælunum fylgt ofbeldi og gripdeildir sem Donald Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta að beita hernum til að stilla til friðar. Myndband af drápinu á Floyd olli óhug innan og utan Bandaríkjanna. Á því sést lögreglumaður halda þrýsta á háls Floyd með hnénu á meðan hann segist ekki geta andað. Lögreglumaðurinn hélt Floyd áfram niðri þrátt fyrir að vegfarendur reyndu að benda honum á að Floyd væri í vanda staddur. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir Floyd hafa verið fórnarlamb misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Líkt og bandaríska þjóðin erum við slegin og ofbýður dauði George Floyd, öll þjóðfélög verða að vera á varðbergi gagnvart óhóflegri valdbeitingu,“ segir Borrell sem lýsti trú sinni á að Bandaríkjamönnum auðnaðist að standa saman og græða sár sín. „Öll líf skipta máli, svört líf skipta líka máli,“ sagði Borrell og vísaði þar til slagorðs mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi í Bandaríkjunum undanfarin ár.
Dauði George Floyd Bandaríkin Evrópusambandið Tengdar fréttir Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57 Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Instagram verður svart í dag Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan. 2. júní 2020 09:57
Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas, Nevada, í Bandaríkjunum í nótt. 2. júní 2020 08:59
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent