Köfnun banamein Floyd Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 21:31 Andlát George Floyd hefur leitt til mótmæla víða um heim. VísiR/Getty Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. Fjölskylda Floyd lét framkvæma krufninguna en yfirvöld í Minneapolis hafa enn ekki gefið út lokaniðurstöður krufningarinnar sem gerð var af yfirvöldum í borginni, að því er fram kemur á vef New York Times. Réttarmeinafræðingur Hennpin-sýslu hefur þó fullyrt að ekkert í niðurstöðum þeirrar krufningar hafi sýnt fram á að Floyd hafi kafnað eða verið kyrktur til dauða. Hann lést fyrir viku síðan eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur. Að sögn Dr. Baden er ekkert sem bendir til þess að Floyd hafi haft undirliggjandi kvilla sem gætu hafa leitt til dauða hans. Á meðan þrengt var að öndunarvegi hans komst hvorki blóð að heila Floyd né loft í lungu hans og því kafnaði hann eftir aðgerðir lögreglumannsins. Á vef New York Times eru niðurstöðurnar bornar undir réttarmeinasérfræðinginn Lawrence Kobilinsky hjá John Jay College. Hann segir að niðurstöður réttarmeinafræðings Hennepin-sýslu, að engin ummerki bendi til þess að Floyd hafi kafnað, ekki þýða að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki leitt til dauða hans. Þó að engin brot eða áverkar séu í hálsi Floyd sé líklegast að hann væri enn á lífi ef lögreglumaðurinn hafi ekki haldið honum niðri með þessum hætti. Floyd tilkynnti lögreglumanninum ítrekað að hann næði ekki andanum og hrópaði hann: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þegar hann lá á jörðinni í tökum lögreglumannsins. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndbandið má sjá hér en rétt er að vara lesendur við efni þess.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18 Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59 Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. 1. júní 2020 19:18
Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. 1. júní 2020 07:59
Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. 31. maí 2020 20:12