Erlent

Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci

Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum þjóðaröryggismála og lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. Þar sagði hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir þyrftu að beita meiri hörku gegn mótmælendum sem stunda íkveikjur og þjófnað. Þetta kemur fram á vef AP.

„Þið verðið að handtaka fólk,“ á Trump að hafa sagt við ríkisstjórana. Þeir þyrftu að beita meiri hörku til þess að ná tökum á mótmælunum sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Þá hvatti hann þá til þess að kalla til þjóðvarðliðið og sagði það hafa hjálpað mikið til við að „róa mótmælin“ í Minneapolis. Þeir væru að gera sig að fíflum með því að nýta ekki liðið og hafa það sýnilegt á götum borgarinnar.

Hann sagði lögregluna í Washington D.C. ætla að grípa til áður óséðra aðgerða í borginni og hvatti aðra ríkisstjóra til þess að gera slíkt hið sama. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir samskonar mótmæli á ný.

„Þið verðið að handtaka fólk, þið verðið að finna fólk, þið verðið að setja það í fangelsi í tíu ár og þá sjáið þið þetta aldrei aftur,“ sagði Trump.


Tengdar fréttir

Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd

Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.