Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 07:59 Lögregluþjónar nærri Hvíta húsinu. AP/Alex Brandon Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. Ekkert lát virðist vera á óreiðunum og hafa minnst fimm látið lífið þeirra vegna. Einn hópur, sem leiddur er af Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, vill að Trump lýsi yfir stuðningi við lögreglu og lög og reglu, sem er eitthvað sem fellur iðulega í kramið meðal helstu stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Síðasta ávarp var klúður Annar hópur, sem leiddur er af Jared Kushner, tengdasyni forsetans og eins hans helsta ráðgjafa, vill það ekki. Þeir óttast að slík yfirlýsing gæti gert ástandið verra og kosta Trump atkvæði svartra Bandaríkjamanna í kosningunum í nóvember. Framboð Trump hefur varið miklu púðri að undanförnu til að reyna að tryggja forsetanum atkvæði svartra. Samkvæmt heimildum Politico innan Hvíta hússins óttast ráðgjafar Trump einnig að ávarp muni grafa undan viðleitni ríkisstjórnarinnar til að endurræsa efnahag Bandaríkjanna eins fljótt og auðið er. Starfsmenn Hvíta hússins telja síðasta ávarp Trump, sem hann flutti um miðjan mars og vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, hafa misheppnast. Hvíta húsið þurfti að leiðrétta fjölmargar yfirlýsingar forsetans í ávarpinu, sem var skrifað í miklum flýti. Að kasta tístum á eldinn Ekkert hefur gengið að finna mögulega tón fyrir forsetann en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að gera lítið annað en að kasta olíu á eldinn í formi tísta, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi hvatt hann til að halda sig frá símanum. Á Twitter hefur hann meðal annars vitnaði í umdeild ummæli fógeta Miami frá sjöunda áratugnum og hótað að láta skjóta mótmælendur, sagt öryggissveitum að beita meiri hörku, gagnrýnt Demókrata og leiðtoga borga þar sem óeirðir hafa farið fram og sakað fjölmiðla um að ýta undir óöldina og jafnvel valda henni. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Myndböndin sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Chauvin og fjórir aðrir lögregluþjónar hafa verið reknir og hann hefur verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Slökkt var á ljósunum sem lýsa upp Hvíta húsið í nótt þegar óeirðir áttu sér stað þar fyrir utan. Fyrr um kvöldið höfðu friðsöm mótmæli farið fram en þegar nóttin skall á breyttist það. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu og voru eldar kveiktir í braki, bílum og jafnvel húsum nærri Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. Ekkert lát virðist vera á óreiðunum og hafa minnst fimm látið lífið þeirra vegna. Einn hópur, sem leiddur er af Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, vill að Trump lýsi yfir stuðningi við lögreglu og lög og reglu, sem er eitthvað sem fellur iðulega í kramið meðal helstu stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Síðasta ávarp var klúður Annar hópur, sem leiddur er af Jared Kushner, tengdasyni forsetans og eins hans helsta ráðgjafa, vill það ekki. Þeir óttast að slík yfirlýsing gæti gert ástandið verra og kosta Trump atkvæði svartra Bandaríkjamanna í kosningunum í nóvember. Framboð Trump hefur varið miklu púðri að undanförnu til að reyna að tryggja forsetanum atkvæði svartra. Samkvæmt heimildum Politico innan Hvíta hússins óttast ráðgjafar Trump einnig að ávarp muni grafa undan viðleitni ríkisstjórnarinnar til að endurræsa efnahag Bandaríkjanna eins fljótt og auðið er. Starfsmenn Hvíta hússins telja síðasta ávarp Trump, sem hann flutti um miðjan mars og vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, hafa misheppnast. Hvíta húsið þurfti að leiðrétta fjölmargar yfirlýsingar forsetans í ávarpinu, sem var skrifað í miklum flýti. Að kasta tístum á eldinn Ekkert hefur gengið að finna mögulega tón fyrir forsetann en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að gera lítið annað en að kasta olíu á eldinn í formi tísta, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi hvatt hann til að halda sig frá símanum. Á Twitter hefur hann meðal annars vitnaði í umdeild ummæli fógeta Miami frá sjöunda áratugnum og hótað að láta skjóta mótmælendur, sagt öryggissveitum að beita meiri hörku, gagnrýnt Demókrata og leiðtoga borga þar sem óeirðir hafa farið fram og sakað fjölmiðla um að ýta undir óöldina og jafnvel valda henni. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Myndböndin sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Chauvin og fjórir aðrir lögregluþjónar hafa verið reknir og hann hefur verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Slökkt var á ljósunum sem lýsa upp Hvíta húsið í nótt þegar óeirðir áttu sér stað þar fyrir utan. Fyrr um kvöldið höfðu friðsöm mótmæli farið fram en þegar nóttin skall á breyttist það. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu og voru eldar kveiktir í braki, bílum og jafnvel húsum nærri Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42