Íslenski boltinn

Dion snýr aftur í Laugardalinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dion í leik með Þrótti gegn KR á sínum tíma.
Dion í leik með Þrótti gegn KR á sínum tíma. Vísir/Stefán

Dion Acoff, sem varð Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Þróttar Reykjavíkur um að leika með liðinu í Lengjudeildinni [næst efstu deild] í sumar. 

Greindi félagið frá þessu á Twitter-síðu sinni en Acoff lék með liðinu árin 2015 og 2016. 

Ljóst er að Dion mun styrkja lið Þróttar til muna en liðið rétt slapp við fall eftir markalaust jafntefli við Aftureldingu í síðustu umferð B-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Alls lék Dion 86 leiki fyrir Þrótt Reykjavík og Val áður en hann samdi við finnska félagið SJK í febrúar á síðasta ári. Honum gefur greinilega ekki litist nægilega vel á finnskan lífstíl og er snú snúinn aftur í Laugardalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×