Erlent

Listamaðurinn Christo er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Listamaðurinn Christo.
Listamaðurinn Christo. AP/Brennan Linsley

Listamaðurinn Christo, sem er heimsþekktur fyrir að þekja frægar byggingar og kennileiti, er dáinn. Hann var 84 ára gamall og dó á heimili sínu í New York í gær. Samkvæmt tilkynningu á Facebooksíðu listamannsins dó Christo af eðlilegum orsökum.

„Christo lifði lífsins til hins ítrasta,“ segir í tilkynningunni. Hann hét fullu nafni Christo Vladimirov Javacheff og fæddist í Búlgaríu árið 1935.

Hann vann náið með eiginkonu sinni og létu þau meðal annars þekja þinghúsið í Berlín árið 1995 og Pont-Neuf rúna í París árið 1985. 

Nokkur listaverk þeirra eru enn í bígerð og stendur til að klára það. Þau höfðu undirbúið að þekja Sigurbogann í París á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.