Erlent

Stærsti skúlptur veraldar rís í Abu Dhabi

Teikning af Mastaba.
Teikning af Mastaba. MYND/AP
Stærsti manngerði skúlptúr veraldar mun brátt rísa í Abu Dhabi. Verkið verður rúmlega 150 metrar á hæð og verður reist úr tæplega 410 þúsund olíutunnum.

Hugmyndin er 30 ára gömul og á rætur að rekja til listamannanna Christo og Jeanne-Claude. Skúlptúrinn er kallaður Mastaba og hálfsamsíðungur, það er, ferhyrningur sem hefur tvær mótlægar hliðar samsíða.

Áætlaður kostnaður við verkið er 340 milljónir bandaríkjadala, eða það sem nemur hátt í 43 milljörðum íslenskra króna. Það mun taka 30 mánuði að reisa skúlptúrinn en gert er ráð fyrir að tvær milljónir manna muni heimsækja verkið árlega.

Verk Christo og Jeanne-Claude eru heimsfræg en Mastaba-verkið í Abu Dhabi var ávallt ástríðuverkefni þeirra. Jeanne-Claude lést árið 2009.

Listamennirnir þvertóku fyrir að Mastaba væri pólitískt listaverk. Að sama skapi forðuðust þeir samanburð við píramídana í Giza en Mastaba verður stærri en Kepos-píramídinn sem er stærstur allra píramída í Egyptalandi.

MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×