Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 16:56 Gonzalo Zamorano lék með ÍA síðasta sumar en fór svo aftur til Víkings í Ólafsvík. VÍSIR/DANÍEL Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira
Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. ÍA vann leikinn 2-1, með sigurmarki Tryggva Hrafns Haraldssonar úr vítaspyrnu undir lokin, en fram að því hafði mikið gengið á. Upp úr sauð eftir að Sindri Snær Magnússon úr liði ÍA henti sér í tæklingu aftan í Gonzalo Zamorano, sem lék með ÍA í fyrra, úti við hliðarlínu og fékk rautt spjald fyrir. Reyndar tókst að halda leik áfram en aðeins nokkrum sekúndum síðar henti Zamorano sér sjálfur í ljóta tæklingu og það var þá sem Ívar Orri Kristjánsson flautaði ótt og títt í flautu sína og virtist ætla að ljúka leik. Zamorano slapp reyndar við rautt spjald og eftir nokkrar hrindingar og æsing tókst að stilla til friðar og klára allar 90 mínúturnar, af þessum æfingaleik. Það var Viktor Jónsson sem skoraði fyrra mark ÍA en Indriði Áki Þorláksson jafnaði metin fyrir Víkinga sem leika í Lengjudeildinni í sumar eins og síðustu ár. ÍA leikur í Pepsi Max-deildinni líkt og í fyrra. Lagði upp sigurmark KA með mögnuðu innkasti Á Akureyri vann KA 1-0 sigur gegn Fylki í æfingaleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir rosalegt innkast danska varnarmannsins Mikkel Qvist. Innköstin hans vöktu verðskuldaða athygli á Akureyri í dag. Þessi innköst eru galin!! #fotboltinet pic.twitter.com/QBMPLx10cd— Birkir Örn Pétursson (@birkirp) May 30, 2020 Það munaði reyndar litlu að Ragnar Bragi Sveinsson næði að verja skalla Brynjars, með hendi, en hann hefði þá fengið rautt spjald og vítaspyrna verið dæmd. Boltinn fór hins vegar rétt inn fyrir marklínuna að mati dómara og því var markið látið standa.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn ÍA KA Fylkir Tengdar fréttir Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58 Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira
Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. 30. maí 2020 13:58