Blaðamaður meðal hinna látnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 16:37 Minnst tveir létust og sjö særðust í rútusprengju í Kabúl í dag. Allir voru þeir starfsmenn ríkissjónvarpsstöðvarinnar Khurshid, utan bílstjórans. EPA/JAWAD JALALI Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda. Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.
Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28