Blaðamaður meðal hinna látnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 16:37 Minnst tveir létust og sjö særðust í rútusprengju í Kabúl í dag. Allir voru þeir starfsmenn ríkissjónvarpsstöðvarinnar Khurshid, utan bílstjórans. EPA/JAWAD JALALI Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda. Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Blaðamaður og tæknisérfræðingur létust og minnst sjö særðust þegar rúta sem keyrði starfsmenn afganskrar sjónvarpsstöðvar sprakk í Kabúl í dag. Talíbanar segjast ekki bera ábyrgð á árásinni og engar aðrar vígasveitir hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðnum. Sprengingin varð á háannatíma að kvöldi laugardags, í dag, í Kabúl. „Samstarfsmenn okkar Wahed Shah, viðskiptafréttamaður, og Shafiq Amiri, tæknisérfræðingur, létust í árásinni,“ sagði Mohammad Rafi Rafiq Sediqi, framkvæmdastjóri ríkissjónvarps Afganistan, Khurshid. Þá sagði hann að sex fréttamenn til viðbótar og ökumaður rútunnar hafi særst í sprengingunni. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir árásina vera hryðjuverk. Talíbanar og aðrar íslamskar vígasveitir hafa ítrekað beint spjótum sínum að afgönskum fréttamönnum og urðu þær 15 fréttamönnum að bana árið 2018 en aldrei hafa fleiri fréttamenn í Afganistan látið lífið í árásum. Í fyrra voru tveir fréttamenn Khurshid drepnir og tveir særðust í svipaðri árás. Talíbanar hótuðu afgönskum fréttamiðlum í fyrra ef „and-talíbönskum yfirlýsingum“ linnti ekki. Árið 2016 keyrði sjálfsvígssprengjumaður á vegum Talíbana bíl sínum á rútu sem var full af starfsmönnum Tolo sjónvarpsstöðvarinnar, stærsta sjálfstæða fjölmiðli Afganistan, og létust sjö fréttamenn í þeirri árás. Talíbanar héldu því fram að Tolo væri áróðursvél bandaríska hersins og afganskra yfirvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.
Afganistan Tengdar fréttir Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28