Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta stuðning við WHO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 14:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, biðlaði til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. EPA/OLIVIER HOSLET Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Evrópusambandið hvatti Bandaríkin til þessa í dag. „Á tímum þessarar alþjóðlegu ógnar er tími til að auka samstarf og vinna að sameiginlegum lausnum. Aðgerðir sem veikja alþjóðlegar lausnir verður að forðast,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins og Josep Borrel, æðsti diplómat Evrópusambandsins, í yfirlýsingu. „Þess vegna hvetjum við Bandaríkin að endurmeta yfirlýsta ákvörðun sína,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðunina í gær. Trump hefur undanfarnar vikur og mánuði gagnrýnt stofnunina og sagt hana ganga erinda kínverskra stjórnvalda auk þess að hafa brugðist illa við faraldri kórónuveirunnar. Á blaðamannafundi í gær sagði Trump að kínverskir embættismenn hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni til stofnunarinnar og hafi beitt hana þrýstingi til að fá WHO til að afvegaleiða umheiminn þegar veiran var uppgötvuð. Trump kennir Kínverjum jafnframt um útbreiðslu Covid-19 sýkingarinnar og sagði kínversk stjórnvöld bera ábyrgð á yfir 100 þúsund dauðsföllum af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og milljónir um allan heim. Bandaríkin eru helsti bakhjarl alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og hefur ríkið veitt 450 milljónum dala árlega til WHO.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Kína Tengdar fréttir Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Ekki benda á mig, segir forsetinn Þrátt fyrir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hafi barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra, segir hann sökina vera þeirra og sömuleiðis sé fyrrverandi heilbrigðisráðherra landsins og fjölmiðlum um að kenna. 26. maí 2020 09:10
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21. maí 2020 14:14