Erlent

Útgöngubann sett á í Minneapolis

Sylvía Hall skrifar
Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, á blaðamannafundi í gær. 
Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, á blaðamannafundi í gær.  Vísir/Getty

Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. Bannið gildir fram yfir helgina og kveður á um að fólk sé ekki utandyra milli klukkan 20 á kvöldin til klukkan sex að morgni til.

Á meðan útgöngubanni stendur er óheimilt að fara á milli staða eða vera á opinberum stöðum. Bannið gildir þó ekki um viðbragðsaðila í borginni, fólk sem þarf á neyðaraðstoð að halda eða heimilislausa.

Óeirðir hafa verið í borginni eftir að hinn 46 ára gamli George Floyd lést eftir afskipti lögreglunnar. Hann var handtekinn á mánudagskvöld og lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans.

Í myndbandsupptöku af atvikinu heyrist Floyd tilkynna lögreglumanninum að hann gæti ekki andað og bað hann um að drepa sig ekki. Vegfarendur fylgdust með handtökunni, sem hefur vakið mikla reiði víðs vegar um Bandaríkin og leitt til mótmæla í landinu.

Mótmælin hafa staðið yfir í þrjá daga, en eru þó umfangsmest í Minneapolis. Mótmælendur hafa borið eld að byggingum á svæðinu og var meðal annars kveikt í yfirgefinni bensínstöð. Þá var Omar Jimenez, fréttamaður CNN, handtekinn í beinni útsendingu þegar hann fjallaði um mótmælin.


Tengdar fréttir

Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd

Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans.

„Þeir myrtu bróður minn“

Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.