Útgöngubann sett á í Minneapolis Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 20:57 Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. Bannið gildir fram yfir helgina og kveður á um að fólk sé ekki utandyra milli klukkan 20 á kvöldin til klukkan sex að morgni til. Á meðan útgöngubanni stendur er óheimilt að fara á milli staða eða vera á opinberum stöðum. Bannið gildir þó ekki um viðbragðsaðila í borginni, fólk sem þarf á neyðaraðstoð að halda eða heimilislausa. Mayor Frey has issued Emergency Regulation No. 2020-2-1 which imposes a curfew throughout the City of Minneapolis beginning at 8 p.m. tonight (Fri., May 29) and extends through the weekend.See the posted regulation for details at: https://t.co/iebgleKnyx pic.twitter.com/7l61oURPtc— Minneapolis Clerk (@mplsclerk) May 29, 2020 Óeirðir hafa verið í borginni eftir að hinn 46 ára gamli George Floyd lést eftir afskipti lögreglunnar. Hann var handtekinn á mánudagskvöld og lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Í myndbandsupptöku af atvikinu heyrist Floyd tilkynna lögreglumanninum að hann gæti ekki andað og bað hann um að drepa sig ekki. Vegfarendur fylgdust með handtökunni, sem hefur vakið mikla reiði víðs vegar um Bandaríkin og leitt til mótmæla í landinu. Mótmælin hafa staðið yfir í þrjá daga, en eru þó umfangsmest í Minneapolis. Mótmælendur hafa borið eld að byggingum á svæðinu og var meðal annars kveikt í yfirgefinni bensínstöð. Þá var Omar Jimenez, fréttamaður CNN, handtekinn í beinni útsendingu þegar hann fjallaði um mótmælin. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 „Þeir myrtu bróður minn“ Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð. 28. maí 2020 08:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma. Bannið gildir fram yfir helgina og kveður á um að fólk sé ekki utandyra milli klukkan 20 á kvöldin til klukkan sex að morgni til. Á meðan útgöngubanni stendur er óheimilt að fara á milli staða eða vera á opinberum stöðum. Bannið gildir þó ekki um viðbragðsaðila í borginni, fólk sem þarf á neyðaraðstoð að halda eða heimilislausa. Mayor Frey has issued Emergency Regulation No. 2020-2-1 which imposes a curfew throughout the City of Minneapolis beginning at 8 p.m. tonight (Fri., May 29) and extends through the weekend.See the posted regulation for details at: https://t.co/iebgleKnyx pic.twitter.com/7l61oURPtc— Minneapolis Clerk (@mplsclerk) May 29, 2020 Óeirðir hafa verið í borginni eftir að hinn 46 ára gamli George Floyd lést eftir afskipti lögreglunnar. Hann var handtekinn á mánudagskvöld og lést eftir að lögregluþjónninn Derek Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Í myndbandsupptöku af atvikinu heyrist Floyd tilkynna lögreglumanninum að hann gæti ekki andað og bað hann um að drepa sig ekki. Vegfarendur fylgdust með handtökunni, sem hefur vakið mikla reiði víðs vegar um Bandaríkin og leitt til mótmæla í landinu. Mótmælin hafa staðið yfir í þrjá daga, en eru þó umfangsmest í Minneapolis. Mótmælendur hafa borið eld að byggingum á svæðinu og var meðal annars kveikt í yfirgefinni bensínstöð. Þá var Omar Jimenez, fréttamaður CNN, handtekinn í beinni útsendingu þegar hann fjallaði um mótmælin.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 „Þeir myrtu bróður minn“ Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð. 28. maí 2020 08:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42
„Þeir myrtu bróður minn“ Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður síns verðu ákærðir fyrir morð. 28. maí 2020 08:20