Íslenski boltinn

Fjölnismenn fljótir að fylla skarð Helenu

Sindri Sverrisson skrifar
Dusan Ivkovic, fyrir miðju, er nýr aðalþjálfari kvennaliðs Fjölnis.
Dusan Ivkovic, fyrir miðju, er nýr aðalþjálfari kvennaliðs Fjölnis. MYND/FJÖLNIR

Fjölnir hefur ráðið Dusan Ivkovic sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna í fótbolta en hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur sem hætti í vikunni.

Dusan er öllum hnútum kunnugur hjá Fjölni eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá félaginu um fjögurra ára skeið til ársins 2018 og gert 2. flokk karla að Íslands- og bikarmeistara.

Dusan lék um langt árabil hér á landi, með KS/Leiftri, Selfossi, Njarðvík, Þrótti R., Gróttu, Vængjum Júpiters og síðast Hamri sem hann þjálfaði árið 2018. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu. Axel Örn Sæmundsson verður áfram aðstoðarþjálfari Fjölnisliðsins, sem leikur í 1. deild í sumar eða Lengjudeildinni eins og hún heitir núna.


Tengdar fréttir

Helena hætt hjá Fjölni eftir skamma dvöl

Helena Ólafsdóttir er hætt sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis í fótbolta nú þegar aðeins rúmar þrjár vikur eru í að liðið hefji keppni á nýrri leiktíð í 1. deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.