Erlent

Starfs­maður dýra­garðs bitinn af ljónum

Atli Ísleifsson skrifar
Dýragarðurinn hefur verið lokaður frá 25. mars síðastliðinn vegna faraldurs kórónuveirunnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Dýragarðurinn hefur verið lokaður frá 25. mars síðastliðinn vegna faraldurs kórónuveirunnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Ástand 35 ára konu er sagt alvarlegt eftir að tvö ljón réðust á hana í Shoalhaven-dýragarðinum í Ástralíu á þriðjudaginn.

Konan vann að þrifum í búri þegar ráðist var á hana og bitu ljónin hana ítrekað í höfuð og háls.

Konan fannst meðvitundarlaus í búrinu og var hún flutt á sjúkrahús í Sydney, en dýragarðinn er að finna um 160 kílómetrum suður af Sydney.

Dýragarðurinn hefur verið lokaður frá 25. mars síðastliðinn vegna faraldurs kórónuveirunnar.

BBC segir frá því að árið 2014 hafi starfsmaður dýragarðsins verið dreginn niður í tjörn af krókódíl á meðan á sýningu fyrir gesti stóð. Hann komst lífs af en hlaut bitsár á hendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×