Enski boltinn

Úrslitaleikurinn fer fram 1. ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City á titil að verja í ensku bikarkeppninni.
Manchester City á titil að verja í ensku bikarkeppninni. getty/Richard Heathcote

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta fer fram á Wembley laugardaginn 1. ágúst. Enska knattspyrnusambandið gaf þetta út í dag.

Keppni í ensku bikarkeppninni hefst aftur helgina 27.-28. júní þegar leikirnir í átta liða úrslitum fara fram. Undanúrslitin verða svo leikin helgina 11.-12. júlí.

Enska úrvalsdeildin hefst aftur 17. júní með tveimur leikjum. Ekki hefur verið leikið í deildinni síðan 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Manchester City er bikarmeistari en liðið vann Watford, 6-0, úrslitaleiknum í fyrra. City sækir Newcastle United heim í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar

  • Leicester - Chelsea
  • Newcastle - Man. City
  • Sheffield United - Arsenal
  • Norwich - Man. Utd. 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.