Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 22:00 Guðmundur Þór Júlíusson var léttur í bragði í Kórnum þegar hann ræddi við Henry Birgi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira