Íslenski boltinn

„Gat ekki ímyndað mér það að fara úr Krikanum og spila fyrir annað félag“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pétur Viðarsson spilar með FH í sumar.
Pétur Viðarsson spilar með FH í sumar. vísir/bára

Pétur Viðarsson ákvað að taka fram skóna á dögunum og spila með uppeldisfélaginu FH á nýjan leik en hann segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina.

Pétur hætti eftir síðustu leiktíð og ætlaði að einbeita sér að fyrirtækjarekstri en hann rekur tvö matarfyrirtæki. Honum snerist hins vegar hugur, í samráði við forráðamenn FH, og ákvað að taka slaginn á ný.

Hann segir að það hafi ekki komið neitt annað til greina en að leika með uppeldisfélaginu þar sem hann hefur unnið fjöldann allan af titlum.

„Mér fannst það. Það voru einhver lið sem ræddu við mig en þegar ég fór að hugsa það þá gat ég ekki ímyndað mér það að fara úr Krikanum og spila fyrir eitthvað annað félag,“ sagði Pétur.

„Það voru lið sem töluðu við mig en mér fannst það aldrei spennandi þannig séð.“

Hann veit ekki hvort að þetta sé hans hinsti dans, eins og hjá Michael Jordan í þáttaröðinni The Last Dance.

„Ég veit ekki hvort að það eigi að líka mér við Jordan en það á eftir að koma í ljós. Ég er með samning út tímabilið og ég hef aldeilis endurskoðað ákvörðunina síðan í haust svo ef að ákvörðunin næsta haust verður að halda áfram þá bara verður það en það er ekkert ljóst núna.“

Klippa: Sportið í dag - Pétur um FH

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×