Erlent

Leggur til 750 milljarða evra björgunar­pakka fyrir aðildar­ríki ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Getty

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að 750 milljarðar evra björgunarpakki verði samþykktur þannig að aðildarríki sambandsins geti brugðist við þeirri fordæmalausu krísu sem við blasir vegna heimsfaraldursins. Nemur það um 114 þúsund milljarða íslenskra króna á núvirði.

Samkvæmt tillögunum mun björgunarpakkinn samanstanda af styrkjum og lánum fyrir öll aðildarríki sambandsins.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leikið aðildarríki Evrópusambandsins grátt, líkt og önnur ríki heims, og var skuldastaða margra suðrænna ríkja sambandsins erfið fyrir.

Í frétt BBC segir að sum aðildarríki – þar á meðal Austurríki, Holland, Danmörk og Svíþjóð – hafi lagst gegn því að auka skuldir sínar fyrir önnur aðildarríki og að stuðningurinn ætti þess í stað að vera í formi lána á lágum vöxtum, frekar en beinna styrkja.

Ljóst er að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, muni þurfa að leita allra leiða til að fá sum aðildarríkin til að samþykkja hugmyndirnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×