Erlent

Bein útsending: Hætt við fyrsta mannaða geims­kotið í Banda­ríkjunum í tæpan ára­tug

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá skotpallinum í Flórída.
Frá skotpallinum í Flórída. Vísir/SpaceX

Uppfært 20:18

Ákveðið var að hætta við geimskotið vegna veðurs nú fyrir skömmu. Næst verður reynt að skjóta geimförunum á loft á laugardaginn.

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX ætla að reyna við tímamóta geimskot í kvöld. Til stendur að skjóta tveimur geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Flórída. Verður það í fyrsta sinn sem geimförum verður skotið á loft frá Bandaríkjunum frá árinu 2011 og alfarið í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim.

Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar.

Sjá einnig: Allt klárt fyr­ir tím­a­mót­a­g­eims­kot

Skotglugginn svokallaði opnast klukkan 20:33 í kvöld, að íslenskum tíma. Útsendingin sjálf hefst þó fjórum klukkustundum áður, eða upp úr fjögur, og má fylgjast með henni hér að neðan.

Bein útsending NASA

Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft.

Bein útsending SpaceX


Tengdar fréttir

Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim

Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur.

Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.