Íslenski boltinn

Leikur KR og Stjörnunnar á morgun verður sýndur beint á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson og KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason í leik liðanna í fyrra.
Stjörnumaðurinn Alex Þór Hauksson og KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason í leik liðanna í fyrra. Vísir/Daníel

Fyrsta beina útsendingin frá íslenska knattspyrnusumrinu verður á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Fótboltasumarið á Íslandi er loksins að fara byrja og íslenski fótboltaliðin eru farin að spila æfingaleiki.

Kórónuveiran sá til þess að Íslandsmótið byrjaði ekki í apríl heldur um miðjan maí. Liðin máttu byrja að æfa á fullum krafti í gær og þau fóru strax að skipuleggja æfingaleiki enda höfðu þau ekkert spilað í næstum því þrjá mánuði.

Á morgun mætast Íslandsmeistarar KR og Stjörnunnar í æfingaleik á Meistaravöllum í Frostaskjóli og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Útsendingin frá leiknum hefst klukkan 18.50 og strax á eftir verður síðan upphitunarþáttur Guðmundar Benediktssonar fyrir Pepsi Max deild karla 2020 þar sem hann mun kynna þrjú næstu lið.

KR-ingar eru að byrja titilvörn sína og Stjörnumenn mæta til leiks með nýjan þjálfara því Ólafur Jóhannesson verður með Rúnari Páli Sigmundssyni í sumar. Það verður því fróðlegt að sjá hvar þessi tvö öflugu lið standa átján dögum fyrir fyrsta leik.

Leikur KR og Stjörnunnar sem og þáttur Gumma Ben verða sýndir í opinni dagskrá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.