Erlent

Tegnell ítrekað hótað lífláti

Atli Ísleifsson skrifar
Anders Tegnell hefur ýmist verið hrósað eða gagnrýndur vegna viðbragða sænskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum.
Anders Tegnell hefur ýmist verið hrósað eða gagnrýndur vegna viðbragða sænskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. EPA

Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hefur ítrekað verið hótað lífláti á síðustu vikum og mánuðum. Lögregla í landinu reynir nú að hafa uppi á þeim sem hafa hótað honum, en í skilaboðum segir að hópur manna hafi sammælst um að drepa Tegnell og ráðast gegn fjölskyldu hans.

„Ég var ekki svo uggandi sjálfur, en tek þessu mjög alvarlega þegar þetta beinist að fjölskyldu minni,“ á Tegnell að hafa sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að því er fram kemur í frétt Aftonbladet.

Tegnell hefur ýmist verið hrósað eða gagnrýndur vegna viðbragða sænskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum. Greint var frá því í dag að 96 til viðbótar hafi látist af völdum Covid-19 síðasta sólarhringinn og eru skráð dauðsföll því nú 4.125 talsins. Fjöldi látinna í Svíþjóð er sérlega hár í samanburði við nágrannaríkin.

Aftonbladet greinir frá því að lögregla hafi ítrekað rannsakað hótanir sem hafa borist Tegnell og fjölskyldu hans – bæði í pósti, tölvupósti og á spjallforritinu Messenger.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×