Enski boltinn

Markvörður Bournemouth með veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aaron Ramsdale þykir hafa staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Bournemouth.
Aaron Ramsdale þykir hafa staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Bournemouth. getty/Pat Scaasi

Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, er með kórónuveiruna. Hann er annar leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem greinir frá því að hann hafi smitast af veirunni.

Í síðustu viku sagði Adrian Mariappa, varnarmaður Watford, frá því að hann væri með veiruna.

Ramsdale greindist í annarri skoðun meðal leikmanna og starfsfólks liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Tvö af 996 sýnum reyndust jákvæð. Alls hafa átta úr ensku úrvalsdeildinni greinst með veiruna.

Ramsdale segist ekki vera með nein einkenni veirunnar. Hann fer núna í viku einangrun. Markvörðurinn telur að hann hafi smitast af veirunni í búðarferð.

Hinn 22 ára Ramsdale hefur leikið 28 af 29 leikjum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann er uppalinn hjá Sheffield United en hefur einnig leikið með Chesterfield og Wimbledon.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig


Tengdar fréttir

Bour­nemouth stað­festir smit í leik­manna­hópnum

Bournemouth hefur staðfest að einn leikmaður liðsins sé með kórónuveiruna en enska úrvalsdeildin greindi frá því í gær að tveir aðilar tengdir ensku úrvalsdeildinni hafi greinst með veiruna.

Tveir til viðbótar úr ensku úrvalsdeildinni með veiruna

Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr seinni skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.